Fréttir

  • Jónas Sen gaf sýningu Óp-hópsins og Vonarstrætisleikhússins, Verdi og aftur Verdi, 5 störnur í Fréttablaðinu í dag.  Einhverjir skemmtilegustu tónleikar ársins!
    meira
  • Æfingtímabilið stendur nú sem hæst og hafa æfingarnar nú verið fluttar í sitt rétta umhverfi í Tjarnarbíói. Allir leggjast nú á eitt við að gera sýninguna sem glæsilegasta og bera myndirnar þess vonandi merki. 
    meira
  • Ingólfur Júlíusson, ljósmyndari, hefur verið Óp-hópnum innan handar síðustu tvö árin með myndatökur.  Í haust greindist hann með bráðahvítblæði.  Til að aðstoða hann og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum stakk Rósalind uppá að haldnir yrðu styrktartónleikar fyrir Ingó.  Tónleikarnir voru haldnir með pompi og prakt í Norðurljósum í Hörpu fimmtudaginn 28. febrúar.   
    meira

Óp-hópurinn 

er heiti félagsskapar nokkra óperusöngvara sem ákváðu að hefja samstarf árið 2009. Í upphafi var markmiðið að skapa félögum hópsins tækifæri til að vaxa og dafna í listinni og hefur það markmið tekist glimrandi vel.  Fyrsta árið stóð hópurinn fyrir mánaðarlegum tónleikum í samstarfi við Íslensku Óperuna auk þess að halda nokkra tónleika úti á landi.  Síðan þá hefur hópurinn haldið yfir 30 tónleika, aðallega á höfuðborgarsvæðinu en einnig víðs vegar úti á landi.  Hópurinn hefur einnig þá stefnu að gefa öðrum tækifæri eins og hægt er og hafa um 40 söngvarar sungið með hópnum við hin ýmsu tækifæri. 

Á öllum tónleikum hópsins er mikið lagt upp úr leik og hefur hann fengið marga góða leikstjóra til liðs við sig, m.a. Stefán Baldursson, Svein Einarsson, Randver Þorláksson og Jamie Hayes. 

Þetta árið hefur hópurinn tekið skrefið uppí heildstæðar sýningar og hófst starfsárið í janúar með tveimur leiklestrum á sýningu um líf og ævi óperusöngkonunnar Mariu Callas en handritið var samið af Óp-hópsmærinni Bylgju Dís.  Sýningunni var vel tekið og er nú unnið að frekari uppsetningu á næsta leikári.  

Í mars setti hópurinn upp óperuna Systir Angelica eftir Puccini í Tjarnarbíói.  Framundan er sýning á Verdi og aftur Verdi í Salnum í Kópavogi í leikstjórn Sveins Einarssonar, sjá nánar á forsíðu.  Eftir áramótin verður barnaóperan Hans og Gréta sett upp. 

Eins og sjá má á ofangreindu stendur hópurinn fyrir öflugu menningarstarfi og nýtur þess að skapa og kynda undir blómstrandi tónlistarlíf á Íslandi.