Fréttir

  • Jónas Sen gaf sýningu Óp-hópsins og Vonarstrætisleikhússins, Verdi og aftur Verdi, 5 störnur í Fréttablaðinu í dag.  Einhverjir skemmtilegustu tónleikar ársins!
    meira
  • Æfingtímabilið stendur nú sem hæst og hafa æfingarnar nú verið fluttar í sitt rétta umhverfi í Tjarnarbíói. Allir leggjast nú á eitt við að gera sýninguna sem glæsilegasta og bera myndirnar þess vonandi merki. 
    meira
  • Ingólfur Júlíusson, ljósmyndari, hefur verið Óp-hópnum innan handar síðustu tvö árin með myndatökur.  Í haust greindist hann með bráðahvítblæði.  Til að aðstoða hann og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum stakk Rósalind uppá að haldnir yrðu styrktartónleikar fyrir Ingó.  Tónleikarnir voru haldnir með pompi og prakt í Norðurljósum í Hörpu fimmtudaginn 28. febrúar.   
    meira
Óp-hópurinn stendur fyrir tónleikaröð í samstarfi við Íslensku óperuna, sjá www.opera.is.
 
Hörn er í tríóinu Sopranos, sjá www.sopranos.is.
 
Antonía sér um hádegistónleikaröð í Hafnarborg, Hafnarfirði, sjá www.hafnarborg.is.
 
Rósalind er í kvartettinum Opus, sjá www.myspace.com/songkvartettinnopus og einnig gestasöngvari októbertónleikanna, hún Vala.