Fréttir

  • Jónas Sen gaf sýningu Óp-hópsins og Vonarstrætisleikhússins, Verdi og aftur Verdi, 5 störnur í Fréttablaðinu í dag.  Einhverjir skemmtilegustu tónleikar ársins!
    meira
  • Æfingtímabilið stendur nú sem hæst og hafa æfingarnar nú verið fluttar í sitt rétta umhverfi í Tjarnarbíói. Allir leggjast nú á eitt við að gera sýninguna sem glæsilegasta og bera myndirnar þess vonandi merki. 
    meira
  • Ingólfur Júlíusson, ljósmyndari, hefur verið Óp-hópnum innan handar síðustu tvö árin með myndatökur.  Í haust greindist hann með bráðahvítblæði.  Til að aðstoða hann og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum stakk Rósalind uppá að haldnir yrðu styrktartónleikar fyrir Ingó.  Tónleikarnir voru haldnir með pompi og prakt í Norðurljósum í Hörpu fimmtudaginn 28. febrúar.   
    meira
Rósalind Gísladóttir, mezzósópran, stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík þar sem hennar aðalkennarar voru Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Kolbrún Sæmundsdóttir. Að loknu 8.stigi stundaði hún framhaldsnám í Madrid og Barcelona undir handleiðslu Cristina Beatriz Carlin og Maria Dolors Aldea.Hún hefur komið fram sem einsöngvari á fjölda tónleika hér á landi og einnig á Spáni og Ítalíu. Meðal annars hefur hún sungið hlutverk Carmen úr samnefndri óperu eftir Bizet með Sumaróperunni (Óperu Reykjavíkur) og mezzo hlutverkið í Stabat Mater eftir Pergolesi. Rósalind starfar nú sem söngkennari í tónlistarskólanum í Grindavík og syngur með söngkvartettinum Opus og sönghópnum Orfeus.