Fréttir

  • Jónas Sen gaf sýningu Óp-hópsins og Vonarstrætisleikhússins, Verdi og aftur Verdi, 5 störnur í Fréttablaðinu í dag.  Einhverjir skemmtilegustu tónleikar ársins!
    meira
  • Æfingtímabilið stendur nú sem hæst og hafa æfingarnar nú verið fluttar í sitt rétta umhverfi í Tjarnarbíói. Allir leggjast nú á eitt við að gera sýninguna sem glæsilegasta og bera myndirnar þess vonandi merki. 
    meira
  • Ingólfur Júlíusson, ljósmyndari, hefur verið Óp-hópnum innan handar síðustu tvö árin með myndatökur.  Í haust greindist hann með bráðahvítblæði.  Til að aðstoða hann og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum stakk Rósalind uppá að haldnir yrðu styrktartónleikar fyrir Ingó.  Tónleikarnir voru haldnir með pompi og prakt í Norðurljósum í Hörpu fimmtudaginn 28. febrúar.   
    meira
Jóhanna Héðinsdóttir, mezzósópran, lauk 8. stigi og burtfararprófi frá Tónlistarskóla Garðabæjar undir leiðsögn Snæbjargar Snæbjarnardóttur. Síðar hóf hún söngnám á framhaldsstigi við Nýja Tónlistarskólann hjá Alinu Dubik, þar sem hún stundar enn nám.
Jóhanna hefur komið fram á ýmsum tónleikum og tekið þátt í nokkrum námskeiðum í söng, m.a. hjá Galinu Pisarenko. Um skeið sótti hún einkatíma hjá Prófessor Klesie Kelly-Moog í Köln. Jóhanna hefur sungið hlutverk greifynjunnar í uppfærslu Tónlistarskóla Garðabæjar á Brúðkaupi Figarós eftir Mozart og hlutverk La Maestra della Novizie í óperustúdíói Íslensku Óperunnar á Suor Angelica eftir Puccini. Jóhanna er í kór Íslensku óperunnar og hefur tekið þátt í sýningunum La Traviata, Cavalleria Rusticana og Pagliacci.