Fréttir

  • Jónas Sen gaf sýningu Óp-hópsins og Vonarstrætisleikhússins, Verdi og aftur Verdi, 5 störnur í Fréttablaðinu í dag.  Einhverjir skemmtilegustu tónleikar ársins!
    meira
  • Æfingtímabilið stendur nú sem hæst og hafa æfingarnar nú verið fluttar í sitt rétta umhverfi í Tjarnarbíói. Allir leggjast nú á eitt við að gera sýninguna sem glæsilegasta og bera myndirnar þess vonandi merki. 
    meira
  • Ingólfur Júlíusson, ljósmyndari, hefur verið Óp-hópnum innan handar síðustu tvö árin með myndatökur.  Í haust greindist hann með bráðahvítblæði.  Til að aðstoða hann og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum stakk Rósalind uppá að haldnir yrðu styrktartónleikar fyrir Ingó.  Tónleikarnir voru haldnir með pompi og prakt í Norðurljósum í Hörpu fimmtudaginn 28. febrúar.   
    meira
Hörn Hrafnsdóttir, mezzósópran, stundaði tónlistarnám í Tónlistarskóla Kópavogs, Skólakór Kársness og lauk 8. stigi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík. Söngkennari hennar þar var afi hennar, Einar Sturluson, tenór, og Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran. Síðustu ár hefur Elín Ósk verið aðal söngkennari Harnar. Hörn hefur einnig sótt ýmis námskeið og söngtíma, m.a. í Vínarborg, Edinborg, London og á Ítalíu. 2007 var hún meðal fyrstu verðlaunahafa í alþjóðlegu söngvarakeppninni „Barry Alexander International Vocal Competition”.
Hörn hefur starfað og sungið einsöng með ýmsum kórum og er hluti af tríóinu Sopranos, sjá www.sopranos.is. Hún hefur komið fram sem einsöngvari á Ítalíu, Búlgaríu og Kanada, svo eitthvað sé nefnt, auk þess að hafa sungið einsöng á tvennum tónleikum í Carnegie Hall, New York. Frumraun Harnar í Íslensku Óperunni var vorið 2007. Fyrst sem La Zia Principessa úr Óperunni Suor Angelica eftir Puccini, og svo í beinu framhaldi mamma Lucia í Cavalleria Rusticana eftir Mascagni í samstarfsverkefni Óperunnar og Óperukórs Hafnarfjarðar.