Fréttir

  • Jónas Sen gaf sýningu Óp-hópsins og Vonarstrætisleikhússins, Verdi og aftur Verdi, 5 störnur í Fréttablaðinu í dag.  Einhverjir skemmtilegustu tónleikar ársins!
    meira
  • Æfingtímabilið stendur nú sem hæst og hafa æfingarnar nú verið fluttar í sitt rétta umhverfi í Tjarnarbíói. Allir leggjast nú á eitt við að gera sýninguna sem glæsilegasta og bera myndirnar þess vonandi merki. 
    meira
  • Ingólfur Júlíusson, ljósmyndari, hefur verið Óp-hópnum innan handar síðustu tvö árin með myndatökur.  Í haust greindist hann með bráðahvítblæði.  Til að aðstoða hann og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum stakk Rósalind uppá að haldnir yrðu styrktartónleikar fyrir Ingó.  Tónleikarnir voru haldnir með pompi og prakt í Norðurljósum í Hörpu fimmtudaginn 28. febrúar.   
    meira
Erla Björg Káradóttir, sópran, hóf tónlistarnám sitt við Tónlistarskólann í Garðabæ ung að árum. Hún stundaði nám á klarinett, óbó og tenór-saxófón og lék í Blásarasveit Garðabæjar til margra ára. Erla Björg lauk framhaldsstigi í söng árið 2003 frá Margréti Óðinsdóttur. Árið 2005 lá leið hennar til Salzburgar þar sem hún hefur stundað nám hjá Prof. Mörthu Sharp og Dario Valiengo síðastliðin 4 ár.
 
Erla Björg hefur komið fram á ýmsum tónleikum bæði hérlendis og erlendis m.a í Austurríki, Þýskalandi, Svíþjóð og Slóveníu. Erla Björg hefur tvisvar sinnum tekið þátt í Opernwerkstatt Lofer þar sem hún söng m.a hlutverk Rosalinde (Die Fledermaus), Zerlinu (Don Giovanni), Elisettu (Il matrimonum di segreto) og Bronislava (Der Bettelstudent). Erla Björg hefur sótt ýmis námskeið m.a hjá Mariu Teresu Uribe, David Jones, Julie Kaufmann, Janet Williams og Barböru Bonney.