Fréttir

  • Jónas Sen gaf sýningu Óp-hópsins og Vonarstrætisleikhússins, Verdi og aftur Verdi, 5 störnur í Fréttablaðinu í dag.  Einhverjir skemmtilegustu tónleikar ársins!
    meira
  • Æfingtímabilið stendur nú sem hæst og hafa æfingarnar nú verið fluttar í sitt rétta umhverfi í Tjarnarbíói. Allir leggjast nú á eitt við að gera sýninguna sem glæsilegasta og bera myndirnar þess vonandi merki. 
    meira
  • Ingólfur Júlíusson, ljósmyndari, hefur verið Óp-hópnum innan handar síðustu tvö árin með myndatökur.  Í haust greindist hann með bráðahvítblæði.  Til að aðstoða hann og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum stakk Rósalind uppá að haldnir yrðu styrktartónleikar fyrir Ingó.  Tónleikarnir voru haldnir með pompi og prakt í Norðurljósum í Hörpu fimmtudaginn 28. febrúar.   
    meira
 

Efnisskráin 15. desember, 2009 

Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu Þorbergsdóttur. Söngvari: Bylgja Dís Gunnarsdóttir

Mariä Wiegenlied eftir Reger. Söngvari: Erla Björg Káradóttir.

Ave Maria eftir Schubert. Söngvari: Jón Svavar Jósefsson.

Alleluia úr Exultate Jubilate eftir Mozart. Söngvari: Rósalind Gísladóttir.

Ave Maria eftir Bach – Gounod. Söngvari: Rúnar Þór Guðmundsson.

Kveikt er ljós við ljós eftir Sigfús Halldórsson. Söngvarar: Erla Björg Káradóttir og Jóhanna Héðinsdóttir.

Panis Angelicus eftir Franck. Söngvari: Jóhanna Héðinsdóttir

Pie Jesu eftir Webber. Söngvarar: Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Rósalind Gísladóttir

Borgin helga eftir Adams. Söngvari: Hörn Hrafnsdóttir

Agnus Dei eftir Bizet. Söngvari: Gissur Páll Gissurarson

Ó helga nótt sungið af öllum.
 
 

Efnisskráin 24. nóvember, 2009

Erla Björg Káradóttir og Rósalind Gísladóttir syngja dúettinn Sull‘aria úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart.
Súsanna og greifynjan ákveða að klekkja á hinum kvensama greifa og skrifa saman bréf þar sem Súsanna boðar hann á stefnumót í garðinum um kvöldið.
Erla Björg Káradóttir og Rósalind Gísladóttir syngja dúettinn Sull‘aria úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart.
Súsanna og greifynjan ákveða að klekkja á hinum kvensama greifa og skrifa saman bréf þar sem Súsanna boðar hann á stefnumót í garðinum um kvöldið.
 
Dísella Lárusdóttir syngur aríuna Eccomi in lieta vesta úr Il Capuleti e i Montecchi eftir Bellini.
Júlía er yfirkomin af sorg yfir örlögum sínum og óskar þess að deyja frekar en giftast manninum sem hún elskar ekki. Hana dreymir um að þess í stað verði Rómeó hennar.
 
Erla Björg Káradóttir og Rósalind Gísladóttir syngja dúettinn Via resti servita úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart.
Það er lítill vinskapur með Súsönnu og Marcellinu og jafnvel það hvor fer fyrr inn um dyrnar verður þeim að þrætuefni.
 
Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Rúnar Þór Guðmundsson syngja senuna þar sem Rodolfo og Mimi hittast í fyrst skipti (Che gelida manina, Mi chiamo Mimi og O soave fanciulla ) úr La Bohème eftir Puccini.
Mimi bankar upp á hjá skáldinu Rodolfo til að biðja um eld til að kveikja á kertinu sínu. Hún missir lyklana sína og þau fálma eftir þeim í myrkrinu, hendur þeirra snertast og Rodolfo finnur hvað hönd hennar er köld. Mimi kynnir sig og byrjar með orðunum ég heiti Mimi. Rodolfo og Mimi gera sér ljóst að þau eru ástfangin. Rodolfo: Mánaskinið lýsir upp andlit þitt fagra stúlka.
 
Hörn Hrafnsdóttir og Jón Svavar Jósefsson syngja dúettinn Oh! Il Signore vi manda úr Cavalleria Rusticana eftir Mascagni.
Örvita af afbrýðisemi segir Santuzza Alfio frá ástarsmabandi konu hans Lolu og unnusta síns Turiddo. Alfio bregst illur við og áformar hefnd fyrir sólsetur.
 
Óp-hópurinn syngur saman dúettinn Ég vil dansa úr Csádrásfurstynjunni eftir Lehár.
 
 

Efnisskráin 27. október, 2009

 
Jón Svavar og Rósalind syngja dúettinn Là ci darem la mano úr óperunni Don Giovanni eftir Mozart.
 
Erla Björg og Rósalind syngja dúettinn Prendero úr óperunni Cosi fan tutte eftir Mozart.
 
Jóhanna, Bylgja Dís og Jón Svavar syngja tríóið Soave sia il vento úr sömu óperu.
 
Bylgja Dís og Hörn syngja Bátadúettinn úr óperunni Ævintýri Hoffmanns eftir Offenbach. 
 
Jón Svavar syngur aríuna Non più andrai úr Brúðkaupi Figaros eftir Mozart.
 
Valgerður Guðnadóttir, gestur Óp-hópsins, syngur aríuna Deh vieni non tardar úr sömu óperu.
 
Hörn og Rúnar Þór syngja dúettinn Mal reggendo úr Il Trovatore eftir Verdi.
 
Rúnar Þór fær nú loksins tækifæri til að syngja aríuna sem hann ætlaði að syngja á tónleikunum í september en gat það ekki vegna veikinda. Hann syngur aríuna E lucevan le stelle úr Toscu eftir Puccini.
 
Að lokum flytur Óp-hópurinn í sameiningu dúettinn Varir þegja úr Zardasfurstynjunni eftir Lehár.
 

Um atriðin:

Soave sia il vento: Þegar báturinn siglir af stað með unnusta systranna, Dorabellu og Fiordilgi, syngja þær ásamt Don Alfonso og óska þeim góðrar ferðar.  Megi vindarnir vera mildir, megi öldurnar vera stilltar.
 
Bátadúettinn: Sögusviðið eru Feneyjar. Nicklausse vinur Hoffmans og gleðikonan Giulietta syngja um hve fögur nóttin sé - nótt ástarinna. Þeim finnst tíminn líða hratt og með honum hverfa ástartilfinningarnar. Síðar mun kafteinn Dapertutto biðja Giuliettu að draga Hoffmann á tálar og reynist það henni auðvelt þrátt fyrir að Nicklausse vari hann við. 
 
Mal reggendo: Manrico tjáir móður sinni að rödd að ofan hafi haldið aftur af sér þegar hann fékk tækifæri til að drepa óvin sinn í bardaga. Móðir hans, Azucena, eggjar hann til þess að hlusta ekki á þessa rödd næst þegar færið gefst heldur reka sverðið upp að hjöltum í hjarta óvinarins og hefna þannig móður sinnar sem var brennd á báli. Manrico veit ekki að Azucena er í raun ekki blóðmóðir hans og að óvinur hans er bróðir hans.