Fréttir

  • Jónas Sen gaf sýningu Óp-hópsins og Vonarstrætisleikhússins, Verdi og aftur Verdi, 5 störnur í Fréttablaðinu í dag.  Einhverjir skemmtilegustu tónleikar ársins!
    meira
  • Æfingtímabilið stendur nú sem hæst og hafa æfingarnar nú verið fluttar í sitt rétta umhverfi í Tjarnarbíói. Allir leggjast nú á eitt við að gera sýninguna sem glæsilegasta og bera myndirnar þess vonandi merki. 
    meira
  • Ingólfur Júlíusson, ljósmyndari, hefur verið Óp-hópnum innan handar síðustu tvö árin með myndatökur.  Í haust greindist hann með bráðahvítblæði.  Til að aðstoða hann og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum stakk Rósalind uppá að haldnir yrðu styrktartónleikar fyrir Ingó.  Tónleikarnir voru haldnir með pompi og prakt í Norðurljósum í Hörpu fimmtudaginn 28. febrúar.   
    meira
Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópran, lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 2003. Hún útskrifaðist svo frá Royal Scottish Academy of Music and Drama með Master in Music árið 2006 og Master in Opera í nóvember 2007 og hlaut þá Chevron Excellence Award fyrir framúrskarandi námsárangur.
Bylgja Dís hefur sungið eftirfarandi óperuhlutverk; Flora í La Traviata með Íslensku óperunni, Lauretta í Gianni Schicchi sem var samstarfsverkefni RSAMD og Skosku óperunnar, Donna Anna í Don Giovanni með RSAMD og síðar sama hlutverk með Clonter Opera Theatre og Tatyana í Eugine Onegin með Brittish Youth Opera. Af kirkjulegum verkum má nefna, Gloria eftir Poulenc, Messe Sollennelle eftir Gounod, Hear my prayer eftir Mendelssohn, Lincoln Mass eftri Úlfar Inga Haraldsson, Requiem eftir Fauré, Messa eftir Gunnar Þórðarsson o.fl.
Á námsárum sínum í Glasgow hlotnaðist henni sá heiður að syngja nokkrum sinnum með Royal Scottish National Orchestra. Bylgja Dís hefur einnig haldið fjölda einsöngstónleika og með öðrum söngvurum t.d. í Salnum Kópavogi, Norrænahúsinu, Íslensku óperunni, Duushúsum og víðar.