Fréttir

  • Jónas Sen gaf sýningu Óp-hópsins og Vonarstrætisleikhússins, Verdi og aftur Verdi, 5 störnur í Fréttablaðinu í dag.  Einhverjir skemmtilegustu tónleikar ársins!
    meira
  • Æfingtímabilið stendur nú sem hæst og hafa æfingarnar nú verið fluttar í sitt rétta umhverfi í Tjarnarbíói. Allir leggjast nú á eitt við að gera sýninguna sem glæsilegasta og bera myndirnar þess vonandi merki. 
    meira
  • Ingólfur Júlíusson, ljósmyndari, hefur verið Óp-hópnum innan handar síðustu tvö árin með myndatökur.  Í haust greindist hann með bráðahvítblæði.  Til að aðstoða hann og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum stakk Rósalind uppá að haldnir yrðu styrktartónleikar fyrir Ingó.  Tónleikarnir voru haldnir með pompi og prakt í Norðurljósum í Hörpu fimmtudaginn 28. febrúar.   
    meira

Antonía Hevesi, píanóleikari, er fædd í Ungverjalandi og útskrifaðist úr F.Liszt- tónlistarakademíunni í Búdapest með MA-gráðu í kórstjórn og sem framhaldsskólakennari í söng og hljómfræði. Frá árinu 1990 stundaði hún orgelnám við Tónlistarháskólann í Graz hjá Otto Bruckner. Antonía fluttist til Íslands árið 1992. Hún hefur haldið fjölda tónleika sem orgelleikari og píanómeðleikari víðsvegar í Evrópu og Kanada. Hún hefur tekið þátt í meistaranámskeiðum í píanóundirleik hjá Dalton Baldwin og í söng hjá Lorraine Nubar og Oliveru Miljakovic og spilað inn á geisladiska. Frá því í ágúst 2002 hefur Antonía verið listrænn stjórnandi og píanóleikari hádegistónleikaraðar Hafnarborgar, sjá www.hafnarborg.is.
Antonía starfar nú sem orgel- og píanómeðleikari á Íslandi og er fastráðin æfingapíanisti við Íslensku óperuna. Hún hefur tekið þátt í mörgum uppsetningu hjá Íslensku óperunni m.a. á Brúðkaupi Figaros, Brottnáminu úr kvennabúrinu, Öskubusku, Toscu, Cavalleria Rusticana, The Rake´s Progress, Suor Angelica og Gianni Schicchi, Ariadne á Naxos, Skuggaleik eftir Karolínu Eríksdóttur, La traviata, Cosi fan tutte og nú síðast Cavalleria Rusticana og Pagliacci.