Fréttir

  • Jónas Sen gaf sýningu Óp-hópsins og Vonarstrætisleikhússins, Verdi og aftur Verdi, 5 störnur í Fréttablaðinu í dag.  Einhverjir skemmtilegustu tónleikar ársins!
    meira
  • Æfingtímabilið stendur nú sem hæst og hafa æfingarnar nú verið fluttar í sitt rétta umhverfi í Tjarnarbíói. Allir leggjast nú á eitt við að gera sýninguna sem glæsilegasta og bera myndirnar þess vonandi merki. 
    meira
  • Ingólfur Júlíusson, ljósmyndari, hefur verið Óp-hópnum innan handar síðustu tvö árin með myndatökur.  Í haust greindist hann með bráðahvítblæði.  Til að aðstoða hann og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum stakk Rósalind uppá að haldnir yrðu styrktartónleikar fyrir Ingó.  Tónleikarnir voru haldnir með pompi og prakt í Norðurljósum í Hörpu fimmtudaginn 28. febrúar.   
    meira

13. nóvember 2013

5 störnur frá Jónasi Sen

Jónas Sen gaf sýningu Óp-hópsins og Vonarstrætisleikhússins, Verdi og aftur Verdi, 5 störnur í Fréttablaðinu í dag.  Einhverjir skemmtilegustu tónleikar ársins!

Óp-hópurinn er að vonum ánægður með frábæra dóma Jónasar Sen í Fréttablaðinu í dag.  Hópurinn hefur nú starfað í yfir fjögur ár og haldið yfir 30 tónleika /sýningar og fær nú í fyrsta skipti tónlistargagnrýni.  Áhorfendur segja okkur mikið til um hvernig gengur og erum við þeim afar þakklát fyrir stuðninginn í gegnum árin. En hópurinn á núþegar sterkan hóp sýningargesta sem koma aftur og aftur.  Með þessari gagnrýni vonumst við til að ná athygli stærri hóps en það er okkur nauðsynlegt til að lifa af. 
Vegna jákvæðra viðbragða mun hópurinn skoða að endursýna tónleikana í Salnum í janúar og jafnvel einnig í Hofi. Látum ykkur vita um leið og málin skýrast.
Til baka