Fréttir

  • Jónas Sen gaf sýningu Óp-hópsins og Vonarstrætisleikhússins, Verdi og aftur Verdi, 5 störnur í Fréttablaðinu í dag.  Einhverjir skemmtilegustu tónleikar ársins!
    meira
  • Æfingtímabilið stendur nú sem hæst og hafa æfingarnar nú verið fluttar í sitt rétta umhverfi í Tjarnarbíói. Allir leggjast nú á eitt við að gera sýninguna sem glæsilegasta og bera myndirnar þess vonandi merki. 
    meira
  • Ingólfur Júlíusson, ljósmyndari, hefur verið Óp-hópnum innan handar síðustu tvö árin með myndatökur.  Í haust greindist hann með bráðahvítblæði.  Til að aðstoða hann og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum stakk Rósalind uppá að haldnir yrðu styrktartónleikar fyrir Ingó.  Tónleikarnir voru haldnir með pompi og prakt í Norðurljósum í Hörpu fimmtudaginn 28. febrúar.   
    meira

07. mars 2013

Óp-hópurinn á styrktartónleikum Ingós

Ingólfur Júlíusson, ljósmyndari, hefur verið Óp-hópnum innan handar síðustu tvö árin með myndatökur.  Í haust greindist hann með bráðahvítblæði.  Til að aðstoða hann og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum stakk Rósalind uppá að haldnir yrðu styrktartónleikar fyrir Ingó.  Tónleikarnir voru haldnir með pompi og prakt í Norðurljósum í Hörpu fimmtudaginn 28. febrúar.   

Fjöldi vina og vandamanna Ingólfs komu að tónleikunum og vildu þeir með þessu móti styrkja hann og hans fjölskyldu í hans ötuli baráttu við bráðahvítblæði (Acute Myelogenous Leukemia (AML) sem hann greindist með í byrjun október á sl. ári og hefur dvalið á sjúkrahúsi að mestu síðan. Hann hefur undanfarin ár starfað sjálfstætt þannig að veikindin hafa höggvið mjög nærri fjárhag heimilisins; eiginkonu hans og tveggja ungra dætra þeirra.

Margt af þekktasta og besta hljómlistarfólki landsins kom fram á þessum tónleikum og tónlistin spannaði mjög vítt svið, allt frá klassískri söngtónlist til þyngsta þungarokks ásamt flestum þeirra tónlistartegunda sem þar eru í milli. Sannarlegt tónlistarferðalag.

Allt það listafólk sem að þessum tónleikum kom gaf vinnu sína. Meðal þess eru Ari Eldjárn og Hörður Torfason og hljómsveitirnar og tónflokkarnir Bodies, Dimma, Fræbbblarnir, Hellvar, Hljómeyki, Hrafnar, KK, Nóra, Nýdönsk, Óp-hópurinn og Q4U. Ingólfur hefur lengi verið gítarleikari í Q4U en í hans stað lék Egill Viðarsson úr Nóru á gítar með Q4U.

Hægt er að styrkja Ingólf og fjölskyldu hans með því að leggja inn á eftirfarandi bankareikning:Banki: 0319 Hb 26. Reikningsnúmer 002052. Kennitala: 190671-2249.
 
Óp-hópurinn vill einnig þakka þeim Hallveigu Rúnarsdóttur og Grétu Hergils fyrir að hlaupa í skarðið fyrir Erlu og Bylgju á tónleikunum en þær voru fastar á æfingu fyrir Systur Angelicu.
Til baka