Fréttir

  • Jónas Sen gaf sýningu Óp-hópsins og Vonarstrætisleikhússins, Verdi og aftur Verdi, 5 störnur í Fréttablaðinu í dag.  Einhverjir skemmtilegustu tónleikar ársins!
    meira
  • Æfingtímabilið stendur nú sem hæst og hafa æfingarnar nú verið fluttar í sitt rétta umhverfi í Tjarnarbíói. Allir leggjast nú á eitt við að gera sýninguna sem glæsilegasta og bera myndirnar þess vonandi merki. 
    meira
  • Ingólfur Júlíusson, ljósmyndari, hefur verið Óp-hópnum innan handar síðustu tvö árin með myndatökur.  Í haust greindist hann með bráðahvítblæði.  Til að aðstoða hann og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum stakk Rósalind uppá að haldnir yrðu styrktartónleikar fyrir Ingó.  Tónleikarnir voru haldnir með pompi og prakt í Norðurljósum í Hörpu fimmtudaginn 28. febrúar.   
    meira

5 störnur frá Jónasi Sen

Jónas Sen gaf sýningu Óp-hópsins og Vonarstrætisleikhússins, Verdi og aftur Verdi, 5 störnur í Fréttablaðinu í dag.  Einhverjir skemmtilegustu tónleikar ársins!
13. nóvember 2013


Frumsýning á Systur Angelicu næstkomandi laugardag

Æfingtímabilið stendur nú sem hæst og hafa æfingarnar nú verið fluttar í sitt rétta umhverfi í Tjarnarbíói. Allir leggjast nú á eitt við að gera sýninguna sem glæsilegasta og bera myndirnar þess vonandi merki. 
14. mars 2013


Óp-hópurinn á styrktartónleikum Ingós

Ingólfur Júlíusson, ljósmyndari, hefur verið Óp-hópnum innan handar síðustu tvö árin með myndatökur.  Í haust greindist hann með bráðahvítblæði.  Til að aðstoða hann og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum stakk Rósalind uppá að haldnir yrðu styrktartónleikar fyrir Ingó.  Tónleikarnir voru haldnir með pompi og prakt í Norðurljósum í Hörpu fimmtudaginn 28. febrúar.   
07. mars 2013


Rósalind á Tíbrár tóleikum í Salnum

Tíbrártónleikar Rósalindar Gísladóttur og Helgu Bryndísar Magnúsdóttur fóru fram í Salnum í Kópavogi þann 24. febrúar síðastliðinn.  Þetta voru fyrstu einsöngstónleikar Rósalindar og stóð hún sig með stakri príða að vanda.  

 
06. mars 2013


Leiklestur á verkinu

 Leiklestur á verki Bylgju Dísar, Óp-hópsmær, tókst glimrandi vel og höfum við fengið lof úr öllum áttum. Óp-hópurinn vill sérstaklega þakka öllum þeim sem komu að sýningunni fyrir frábæra samvinnu.
13. febrúar 2013


Tveir nýjir meðlimir kynntir á fyrstu tónleikum vetrarins.
16. nóvember 2010


Óperettutónleikar að Stokkalæk

Óperettutónleikar Óp-hópsins voru endurteknir að Stokkalæk þann 29. janúar.  Tónleikagestir skemmtu sér vel og brostu allan hringinn enda grín og glens aðalsmerki óperettunnar.
28. febrúar 2010


Flottir dómar um diskinn hennar Rósalindar

Umfjöllun um diskinn "Ain't misbehavin" var að koma í Vikunni og Mogganum.  Diskurinn þeirra í Opus fær mjög fína umfjöllun og óskum við Rósalind til hamingju með diskinn.
24. janúar 2010


Alþjóðleg söngvarakeppni

Meðlimir Óp-hópsins sigurvegarar í alþjóðlegri söngvarakeppni.  Þau Bylgja Dís og Rúnar Þór unnu á dögunum fyrstu og önnur verðlaun í söngvarakeppni Barry Alexander, "Barry Alexander International Vocal Competition", sjá http://www.baivc.com/news.htm.  
06. janúar 2010


Söngkvartettinn Opus

Söngkvartettinn Opus, sem Rósalind syngur með, var að gefa út sinn fyrsta geisladisk, Ain´t misbehavin´.
21. desember 2009